Skipholt 1

Glæsileg endurbygging á frábærum stað í hjarta Reykjavíkur. Í húsnæði þar sem Listaháskóli Íslands var starfræktur í áratugi hafa nú verið innréttaðar 34 heillandi íbúðir.

Stutt er í alla helstu þjónustu, verslanir og skóla.

Einstakar sameiginlegar þaksvalir á 5. hæð, sólríkar með mögnuðu útsýni.

skipholt-bg6

Skipholt 1

Í húsnæði þar sem Listaháskóli Íslands var starfræktur í áratugi hafa nú verið innréttaðar 34 heillandi íbúðir

Stutt er í alla helstu þjónustu, verslanir og skóla.

stadsetning

Staðsetning

Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur

thjonusta

Þjónusta

Hægt er að finna alla helstu þjónustu í hverfinu

samgongur

Samgöngur

Stutt er í allar helstu almenningssamgöngur,
aðeins um 2 mínútna gangur á Hlemm

Um Skipholt 1

Skipholt 1 má segja að sé nánast nýtt hús á gömlum reit. Það voru tvær eldri húseignir áður en ráðist var í allsherjar endurnýjun á öllu húsinu. Hæð var bætt við, svölum á íbúðir, svalagangar settir utan á hús og lyftu var komið fyrir í stigagangi. Rafmagns- og vatnslagnir hafa allar verið endurnýjaðar. Hljóðvist hefur verið uppfærð eftir nýjustu stöðlum og einangrun endurnýjuð. Hurðar og nýir gluggar eru í húsinu. Nýtt þak hefur verið sett á ásamt fallegri utanhúsklæðningu.

skipholt-image4
thaksvalir-1

Á fimmtu hæð hússins eru glæsilegar sameiginlegar 81,7 fm þaksvalir. Þær snúa til suð -vesturs og eru mjög sólríkar og með fallegu útsýni sem nær yfir Keili, Háteigskirkju, Perluna, Hallgrímskirkju, Esjuna og önnur þekkt kennileiti. Þaksvalirnar eru aðgengilegar bæði úr sameign og frá svalagangi 5. hæðar. Á góðviðrisdögum getur skapast einstök stemming á þaksvölunum.

Skapaðar hafa verið 34 fallegar og bjartar íbúðir auk tveggja atvinnurýma á jarðhæð.

Íbúðirnar eru 2 til 4 herbergja og er stærð íbúða frá 55 m2 upp í 118 m2. Í kjallara eru geymslur, sameiginleg hjóla- og vagnageymsla, sorpgeymsla og tæknirými með inntökum og öðrum tæknibúnaði.

skipholt-image3

Sýningaríbúð

HAF studio kemur að innanhúshönnun Skipholts 1 varðandi efnisval flísa og gólfefna ásamt litum og efnisvali innréttinga. HAF studio hannaði útlit sýningaríbúðar 208.

Umhverfi

Skipholt 1 er á frábærum stað í útjaðri miðbæjar Reykjavíkur. Leikskólar, grunnskólar og aðrir skólar eru í göngufæri. Stutt er í miðbæinn og allt sem hann býður upp á, þjónustu, matvöruverslanir, sérverslanir, ýmsa alþjóðlega veitingastaði ásamt kaffihúsum o.fl. Það tekur aðeins um tvær mínútur að ganga í Bónus, sem er í sömu götu. Einnig er stutt í Hlemm, miðstöð almenningssamgangna, Sundhöllina, útivistarsvæði á Klambratúni og sjávarsíðuna.

skipholt-image2