Sýningaríbúð
HAF studio kemur að innanhúshönnun Skipholts 1 varðandi efnisval flísa og gólfefna ásamt litum og efnisvali innréttinga. HAF studio hannaði útlit sýningaríbúðar 208.
HAF studio kom að hönnun og efnisvali í íbúðirnar. Allar íbúðir afhendast fullbúnar með 8mm harðparketi, innréttingum og tækjum samkvæmt skilalýsingu.
Innréttingar koma frá GKS, flísar frá Harðviðarvali, hurðar frá Agli Árnasyni, blöndunartæki í eldhúsi og baðheerbergi eru frá Grohe, sturtutæki eru einnig frá Grohe, salerni eru með hæglokandi setum, heimilistæki eru frá AEG (ofn, helluborð, innbyggður ísskápur, vifta með kolafilter og uppþvottavél. Hefðbundið ofnakerfi er á íbúðum með hitastýribúnaði frá Danfoss.
Garður
Á bak við húsið er heillandi og skjólgóður inngarður hannaður af Hermanni Ólafssyni landslagsarkitekt.
Þar kallast fjölbreyttur gróður á við hellur og útskorið malbik sem myndar göngustíg sem liðast eins og lækur eftir garðinum. Pollaljós og garðljós gefa fallega birtu. Innst til hægri er upplyft hellulagt dvalarsvæði.