Umhverfi

Skipholt 1 er á frábærum stað í útjaðri miðbæjar Reykjavíkur. Hverfið hefur fengið mikla og skemmtilega upplyftingu undanfarin ár. Stutt er í leik- og grunnskóla, Tækniskólann og tónlistar- og söngskóla.

Nokkur skref eru í Hlemm sem nú þjónar tilgangi sem bæði stærsta stoppistöð almenningssamgangna og sem Mathöll en svæði Hlemms mun taka miklum breytingum á næstunni sem grænt og vænt almenningsrými og torg fyrir alla. Stuttur gangur er yfir á Klambratún sem gefur svæðinu skemmtilegan blæ, þar er hægt að njóta góðs veður og býður Klambratún upp á leik- og íþróttasvæði, ásamt sýningarrýmis Listasafns Reykjavíkur í Kjarvalsstöðum. Einnig er stutt í sjávarsíðuna og fjallasýn.

Stutt er í miðbæinn og allt sem hann býður upp á, þjónustu, matvöruverslanir, sérverslanir, ýmsa alþjóðlega veitingastaði ásamt kaffihúsum o.fl.

veitingastadir
verslurnar
Skipholt1_útsýni_suður_2